today-is-a-good-day

Heimir Hallgríms talar um að halda kúlinu: „Eitt af því sem ég lærði af Lars“

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, er gestur í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans klukkan 20:00 á morgun, fimmtudag. Í þættinum fer Heimir um víðan völl og ræðir meðal annars hvers vegna hann virðist alltaf svo rólegur á hliðarlínunni.

Logi spurði Heimi út í það hvernig hann haldi kúlinu til dæmis þegar liðið skorar. Heimir segir að hann hafi lært það af Lars að hugsa með höfðinu frekar en hjartanu.

„Þegar maður missir sig í einhverjum æsingi þá stækkar hugsunin hér og minnkar hér. Þetta er líka svolítill lærdómur. Stundum þarf að öskra og þykjast vera æstur til þess að fá menn með þér en yfirleitt í landsleik þá heyrist ekkert í því sem þjálfarinn er að segja þannig að það er alveg eins gott að vera bara rólegur,“ segir Heimir.

Sjáðu myndbandið

https://www.youtube.com/watch?v=S_kzigkwqtg

Auglýsing

læk

Instagram