Auglýsing

Hatari gefur út nýtt myndband í samstarfi við Bashar Murad—„Klefi / Samed“

Fréttir

Í gærkvöld (23. maí) gaf hljómsveitin Hatari út myndband við lagið Klefi / Samed (sjá hér að ofan). Lagið var samið í samstarfi við palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad og tekið upp, að hluta til, í Palestínu.

Eins og fram kemur á Vísi.is kemur Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, ekki við sögu í myndbandinu og þykir því líklegt að Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi tekið upp atriðin í Palestínu samhliða Eurovision-póstkortinu svokallaða. Tökurnar fóru fram í byrjun apríl en þá var Einar á tónleikaferðalagi með hljómsveitinni Vök. 

Nánar: https://www.visir.is/g/2019190529386/lag-hatara-og-murad-komid-ut

Myndbandið hefur hlotið góðar viðtökur en í þann mund sem þessi frétt er rituð hafa þegar rúmlega 23.000 manns horft á myndbandið. Eins og einhver segir í athugasemdakerfi Youtube: „Takk fyrir, hér er akkúrat þetta margverlaunaða, íslenska andkapítalíska BDSM efnið sem ég þurfti á að halda.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing