Hild­ur Guðna­dótt­ir til­nefnd til Emmy-verðlaun­a

Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl sem hafa slegið í gegn eftir að þeir voru sýndir á HBO nýverið.

Sjá einnig: Íslendingar sem gætu verið aukaleikarar í Chernobyl

Hildur er tilnefnd fyrir framúrskarandi frumsamda tónlist í öðrum þættinum úr þáttaröðinni en samtals voru fimm þættir sýndir. Chernobyl þættirnir eru samtals tilnefndir til 19 verðlauna. Game of Thrones fá flestar tilnefningar í ár eða 32.

Auglýsing

læk

Instagram