Auglýsing

Weezer með þekju af „No Scrubs“ eftir TLC—ný plata: „Weezer (Teal Album)“

Fréttir

Bandaríska hljómsveitin Weezer kom öllum að óvörum í dag (24. janúar) með útgáfu plötunnar Weezer (Teal Album). 

Platan geymir þekjur af vinsælum dægurlögum eftir tónlistarfólk á borð við Michael Jackson, Black Sabbath og Toto. Þá er lagið No Scrubs eftir hljómsveitina TLC einnig að finna á plötunni (sjá hér að neðan). 

Skiptar skoðanir eru á plötunni á Twitter; sumir fagna útgáfunni og þá sérstaklega laginu Take On Me. Aðrir bölva plötunni. Twitter-notandinn Kristin Chirico lét t.d. eftirfarandi ummæli falla í garð plötunnar: „Jæja, ég lifði þá nógu lengi til þess að sjá Weezer gefa út heila plötu af metnaðarlausum þekjum—en var það þess virði?“

Nánar: https://twitter.com/search?q=w…

Útgáfan plötunnar kemur sérstaklega á óvart í ljósi þess að Weezer hyggst gefa út plötuna The Black Album næstkomandi 1. mars. Lögin Zombie Bastards og Can’t Knock the Hustle, sem sveitin gaf út í fyrra, verða að finna á plötunni. Síðasta plata Weezer, Pacific Daydream, kom út árið 2017.

Nánar: https://pitchfork.com/news/wee…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing