today-is-a-good-day

Hitinn gerir gestum á Hróarskeldu erfitt fyrir: „Það er alltof heitt til að stunda kynlíf“

Gestir á Hróarskeldu tónlistarhátíðinni glíma við óvenjulegt vandamál. Þeir geta ekki stundað kynlíf á hátíðinni vegna hita en mjög heitt hefur verið í Danmörku í sumar og nær hitin allt að 30 gráðum á hátíðinni.

Ekstra Bladet greinir frá en blaðamaður blaðsins tók viðtöl við nokkur ungmenni á hátíðinni sem sögðust hreinlega ekki geta stundað kynlíf þó þau myndu gjarnan vilja það.

Hitinn veldur því að ólíft verður inni í tjöldunum á daginn og því ekki hægt að eyða nánum stundum með hinum helmingnum eða einhverjum ókunnugum þar.

„Hitinn veldur því að mig langar ekki að stunda kynlíf, ég get hreinlega ekki ímyndað mér það en ég elska annars yfirleitt að stunda kynlíf,“ segir Bianca Scram, gestur á hátíðinni.

Vinkona hennar Ditte Meinertz tekur undir þetta og segir alltof heitt til að gera það. „Maður svitnar og það er mjög óaðlaðandi. Hiti, sviti, ryk og kynfæri er slæm blanda.“

Gestir Hróarskeldu eiga erfitt með að athafna sig í hitanum

Tobias Knutzon hefur sömu sögu að segja en hann er á hátíðinni með kærustunni sinni. Það sé of heitt og maður kófsvitni bara við að fara inni í tjaldið. „Ég vil heldur sitja úti og drekka bjór.“

Ástandið hjá þessum ungmennum gæti batnað þegar líður á helgina en samkvæmt norska veðurvefnum YR verður létt skýjað og hitinn í kringum 20 stigin um helgina sem gefur gestunum vonandi tækifæri til þess að skemmta sér vel inni í tjaldi.

Auglýsing

læk

Instagram