Hvetur fólk til þess að sýna kvennaknattspyrnu áhuga áfram:„Styðjið konur út um allan heim“

Auglýsing

Kanadíska landsliðskonan í fótbolta, Janine Beckie, segist vona að áhugi á kvennaknattspyrnu haldi áfram að vaxa eftir stórskemmtilegt Heimsmeistaramót. Hún hvetur fólk til þess að sýna konum í fótbolta áfram áhuga.

Sjá einnig: Bandaríkin eru heimsmeistarar í fótbolta: „Stolt­ar af því að vera hluti af því að gera kvenna­bolt­ann enn stærri“

Bandaríska landsliðið tryggði sér sigur á mótinu í gær en Janine og liðsfélagar hennar í Kanada duttu út gegn Svíþjóð í sextán liða úrslitum mótsins. Það hefur aldrei mælst meira áhorf á HM kvenna í knattspyrnu og var áhuginn á mótinu mikill. Til að mynda seldist bandaríska landsliðstreyjan meira en nokkur önnur í sögu Nike.com.

Janine, sem spilar fyrir lið Manchester City í Englandi, segist vonast til þess að fólk haldi áfram að kynna sér kvennaknattspyrnu og kaupa sig inn á leiki.

Auglýsing

„Styðjið konur út um allan heim, konur sem leggja hart að sér á hverjum degi til þess að fá tækifæri á þessu sviði, styðjið deildirnar sem gefa þessum konum tækifæri og svo mörgum í viðbót sem munu aldrei fá tækifæri til þess að spila á heimsmeistaramóti,“ skrifar Beckie á Twitter.

Hún segir að eina leiðin til þess að kvennafótbolti haldi áfram að vaxa og stækka sé ef að fólk eyði pening og tíma í það að horfa á þessar konur. „Eftir nokkur ár munum við vonandi ekki þurfa að tala um peninga, allir munu einfaldlega tala um frábærar fótboltakonur sem eru að slá í gegn.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram