Patrick Stewart ætlar að gerast bandarískur ríkisborgari til þess að berjast gegn Trump

Fréttir

Breski leikarinn Sir Patrick Stewart (X-Men, Star Trek) var gestur spjallþáttarins The View í gær (sjá hér fyrir ofan). 

Í samræðu sinni við þáttastjórnendur um kvikmyndina Logan, sem Stewart leikur í ásamt Hugh Jackman, var Stewart spurður út í tíst sem hann sendi frá sér síðastliðinn 10. febrúar:

„Hef aldrei á ævinni sofið jafn illa eins og í gær; ég svaf í tæpri 300 metra fjarlægð frá Trump. Gæti verið tenging þar á milli?“
 

(„Had the worst sleep of my life last night. But I was sleeping less than 300 yds from where Donald Trump sleeps. Could there be a connection?“)

– Patrick Stewart

Aðspurður út í tístið sagðist Stewart hafa heimsótt vini sína í Washington D.C. í febrúar og á meðan á dvöl hans stóð velti hann því fyrir sér hvað væri til ráða gegn ríkisstjórn Trump; datt honum eitt í hug:

„Ég sótti um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Ég vil verða Bandaríkjamaður vegna þess að vinir mínir sögðu mér að það væri aðeins eitt til ráða: að berjast, að berjast, að andmæla, að andmæla.“

(„I am now applying for citizenship. Because I want to be an American too. All of my friends in Washington said, ‘There is one thing you can do: fight, fight, oppose, oppose.”)

– Patrick Stewart

Auglýsing

læk

Instagram