Ingvar E. Sigurðsson í stiklu fyrir nýju Fantastic Beasts-myndina

Íslenska leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir myndina Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald sem frumsýnd var á Comic Con-ráðstefnunni í San Diego um helgina. Vísir greinir frá.

Myndin er framhald myndarinnar Fantastic Beasts and where to find them sem kom út árið 2016. Metsöluhöfundurinn J.K. Rowling skrifar handritið en hún er hvað þekktust fyrir bækurnar um galdradrenginn Harry Potter. Myndirnar eru byggðar á bók sem hún gaf út árið 2001 og gerast 70 árum fyrir tíma Potter.

Sjá einnig: Ingvar E. og Ólafur Darri í framhaldi af stórmyndinni Fantastic Beasts, hliðarsaga Harry Potter

Ingvar fer með hlutverk Grimmson en hann er mannveiðari (e. bounty hunter) samkvæmt vefsíðu Pottermore. Ólafur Darri leikur einnig hlutverk í myndinni en hann birtist ekki í stiklunni. Hann leikur Skender, eiganda Arcanus-sirkusins.

Stikluna má sjá hér en Ingvar sést þegar um tvær mínútur og 20 sekúndur eru liðnar

Auglýsing

læk

Instagram