Auglýsing

Íslensk mannanöfn ekki lengur kyngreind

Með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi á þriðjudaginn mun skráning nafna ekki lengur vera kyngreind. Hver sem er, óháð kyni getur tekið sér hvaða nafn sem er á skrá, hvort sem það sé upprunalega flokkað sem kvenmanns- eða karlmannsnafn.

Í fyrri lögum stóð að stúlkur skuli vera skírðar kvenmannsnafni og dengir karlmannsnafni. Með nýjum lögum þarf einstaklingur ekki að senda inn beiðni til mannanafnanefndar til að fá að heita nafni hins kynsins og verða nöfn því ókyngreind.

Júní er alþjóðlegi Pride mánuður heimsins og er því vel viðeigandi að lög eins og þessi skuli vera sett. Lögin styðja við þá skoðun að sjálfsákvörðunarréttur einstaklings sé sá besti, því hver og einn á rétt á því að ráða hvernig hann skilgreinir sig. Lögin snúast um Kynrænt sjálfræði sem er réttur fólks til að breyta opinberri kynskráningu sinni en nú mun hvaða kona sem er geta breytt nafni sínu í karlmannsnafn og öfugt.

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing