James Corden og Chris Hemsworth kepptu um hvor væri betri þjónn – Sjáðu myndbandið

Auglýsing

Stórleikarinn Chris Hemsworth og grínistinn James Corden kepptu á dögunum um hvor þeirra þjónaði betur til borðs á The Northall veitingastaðnum í London, en keppnin var liður í spjallþætti Corden, The Late Late Show. Segja má að tvíeykið hafi farið sínar eigin leiðir en Hemsworth ákvað meðal annars að lyfta upp ungri konu og bera hana til borðs, í stað þess að fylgja henni eins og venjan er. Corden vildi ekki vera minni maður og bar unnusta konunnar að borði á háhesti.

Hægt er sjá myndbandið frá þessari stórskemmtilegu keppni í spilaranum hér að neðan.

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram