Auglýsing

Jim Carrey málar mynd af Donald Trump og vill fá að sýna hana á Smithsonian-safninu

Leikarinn Jim Carrey hefur málað mynd af Donald Trump sem hann vill að verði til sýnis í Smithsonian-safninu í Bandaríkjunum. Jim birti myndina á Twitter með skilaboðum til safnsins um að taka myndina til greina sem opinbera mynd af 45. forseta Bandaríkjanna.

Myndina má sjá hér fyrir neðan

Myndin heitir You Scream. I scream. Will We Ever Stop Screaming? og sýnir Donald Trump fikta öskrandi í geirvörtu sinni með skál af tvíræðum rjómaís fyrir framan sig.

Samkvæmt frétt Huffington Post um málið hefur safnið ekki svarað beiðni leikarans.

Þetta er ekki fyrsta myndin sem Jim Carrey málar af Trump og birtir á Twitter

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing