Kanye West vill fá Danny McBride til að leika sig

Auglýsing

Leikarinn Danny McBride greindi frá því í viðtali hjá Jimmy Kimmel að tónlistarmaðurinn Kanye West hefði beðið hann um að leika sig ef einhverntímann verði gerð mynd um rapparann.

Sjá einnig: Danny McBride eyddi áramótunum á Íslandi

Danny hefur leikið í kvikmyndum á borð við Pineapple Express, This is the end, Sausage Party og Up in the Air ásamt því að hann fór með aðalhlutverk í þáttunum Eastbound and down.

Hjá Kimmel rifjar McBride upp klikkaðan dag sem hann eyddi með Kanye. Hann segir svo fá því að rapparinn hafi hringt í hann stuttu síðar og beðið hann um að leika sig. Kimmel segist vera tilbúinn að leika Kim Kardashian í myndinni.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram