Auglýsing

Kim hefur sótt um skilnað frá Kanye

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Kanye West. Þetta staðfestir talsmaður Kardshian í samtali við New York Times

Þau gengu í hjónaband fyrir 7 árum síðan og eiga 4 börn saman.

Kanye hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði og ár vegna hegðunar sinnar, sem rekja má til geðrænna vandamála. Hann meðal annars bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna í síðustu forsetakosningum og birti færslu á Twitter þar sem hann sagðist ætla að skilja við eiginkonu sína og að hún vildi leggja hann inn. Kardashian gaf í framhaldinu út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði hann glíma við geðhvörf og bað fólk um að sýna honum skilning.

Þessi sífellt undanlegri hegðun Kanye mun hafa reynt mikið á hjónabandið, sem nú er á enda.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing