Kolbeinn kýldi andstæðing sinn í klessu: „Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga“

Boxarinn Kolbeinn Kristinsson vann Georgíumanninn David Gegeshidze örugglega í bardaga sem fór fram í Álandseyjum í kvöld. Kolbeinn sló andstæðing sinn niður í fjórðu lotu og vann með tæknilegu rothöggi.

Þetta var sjöundi atvinnubardagi Kolbeins og hann hafði mikla yfirburði í bardaganum, lenti mun fleiri höggum, sérstaklega öflugum skrokkhöggum sem hægðu verulega á andstæðing hans.

Kolbeinn er himinlifandi með úrslitin. „Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga og var algjörlega viss í minni sök með það að ég myndi vinna þegar ég steig inn í hringinn,“ segir hann.

Þetta var andstæðingur með mikla reynslu og af pappírunum að dæma þá hefði ég gert ráð fyrir mun meiri mótstöðu en þeirri sem ég mætti. Það var eins og hann vildi bara alls ekki vera þarna. Reyndar finnst mér það alveg skiljanlegt.

Ekki er enn vitað hvenær Kolbeinn mun berjast næst en gera má ráð fyrir að það verði fyrir árslok.

Auglýsing

læk

Instagram