Konur í að minnsta kosti helmingi atriða á Iceland Airwaves: „Þetta þarf ekki að vera erfitt”

Auglýsing

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin sem haldin er árlega í Reykjavík mun í ár verða fyrsta stóra tónlistarhátíð í heiminum þar sem að minnsta kosti helmingur listamanna er kvenkyns. Í umfjöllun New York Times um málið segir að þetta setji pressu á stærstu hátíðir heims að bóka fleiri konur.

Iceland Airwaves er ein af 109 hátíðum sem skrifuðu undir samning í september á síðasta ári þar sem markmiðið var að jafna hlutfall kynjanna á viðburðum. Markmiðið er að hlutfallið verði orðið jafnt árið 2022. Meðal hátíða sem taka þátt í verkefninu eru Way Out West, stærsta tónlistarhátíð Svíþjóðar og BBC Proms, sem er ein stærsta hátíð í heimi þar sem spiluð er klassísk tónlist.

Stærstu hátíðir heims á borð við Roskilde og Glastonbury skrifuðu ekki undir en eru þó taldar styrkja átakið að hluta til fjárhagslega.

„Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri listamenn en það verður meira en helmingur kvenkyns,” segir Will Larnach-Jones, verkefnastjóri Iceland Airwaves í samtali við New York Times.

Auglýsing

Hann segir að starfsfólk hátíðarinnar hafi haft verkefnið í huga þegar atriði voru bókuð á hátíðina en það hafi ekki verið erfitt að ná því.

„Það sýnir manni að þetta þarf ekki að vera erfitt, það er fullt af hæfileikaríkum konum í kringum okkur,” segir hann.

Hann bætir því við að það sé ef til vill auðveldara fyrir Iceland Airwaves að mæta þessum markmiðum en hátíðin einblíni svolítið á nýja og spennandi tónlist. Hjá stóru hátíðunum sé pressa að fá stærstu nöfnin og þar séu færri konur. Allar hátíðir ættu þó að taka málið alvarlega og reyna að jafna kynjahlutföllin.

Á síðasta ári voru einungis fjögur atriði af 24 á aðalsviði Glastonbury hátíðarinnar sem innihéldu einungis konur. Þá voru einungis þrjú kvenkyns atriði á Wirless hátíðinni í sumar. Plakatið fyrir hátíðina var ansi tómlegt þegar karlkyns atriði voru tekin út líkt og tónlistarkonan Lily Allen sýndi á Twitter.

https://twitter.com/lilyallen/status/955816079363919876

Iceland Airwaves hátíðin fer fram í Reykjavík 7. til 10. nóvember næstkomandi. Á meðal kvenkyns tónlistarmanna sem koma fram eru Fever Ray, Soccer Mommy, Young Karin og Karitas.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram