today-is-a-good-day

Kötturinn Larry fær aðstoð frá lögreglunni – Myndband

Það eru eflaust ekki margir kettir sem fá álíka þjónustu og hann Larry, aðalmúsaveiðari við Downingstræti 10.

Þar sem enga kattarlúgu má finna á hinu sögufræga húsi þurfti Larry að fá aðstoð nálægs lögregluþjóns til þess að komast inn úr rigningunni. Breska kurteisi kattarins er aðdáunarverð en sjá má myndband af þessu skemmtilega atviki hér fyrir neðan.

Larry hefur búið við Downingstræti 10 síðan 2010 og er fyrsti kötturinn þar til að hljóta hinn virðulega opinbera titil „aðalmúsaveiðari” (e. Chief Mouser to the Cabinet Office).

Samkvæmt opinberri heimasíðu ráðuneytisins eyðir Larry dögum sínum í að bjóða gesti velkomna, gera úttektir á öryggisgæslu og gera prófanir á antíkhúsgögnum sem stöðum fyrir blundi. Hvað varðar músaveiðar segir Larry að þau mál séu ennþá á skipulagsstigi.

Auglýsing

læk

Instagram