Ljósmæður samþykkja yfirvinnubann, tólf uppsagnir tóku gildi á miðnætti

Auglýsing

Yfirvinnubann ljósmæðra var samþykkt í dag með 90 prósent atkvæða þeirra ljósmæðra sem kusu en bannið tekur gildi um miðjan mánuðinn. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Ljósmæður samþykktu að hætta yfirvinnu til að knýja á um bætur í kjarabaráttu þeirra og ríkisins. Bannið mun gilda á öllum heilbrigðisstofnunum þar sem ljósmæður hafa tekið að sér yfirvinnu, nema á heilsugæslum, og tekur líklega gildi þann 18. júlí næstkomandi.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir starfsemina verða mjög erfiða frá og með deginum í dag en á miðnætti tóku uppsagnir tólf ljósmæðra á Landspítalanum einnig gildi.

Ljósmæður hafa birt myndir af skóm og starfsmannaskírteinum á samfélagsmiðlum undanfarið með yfirskriftinni: „BÚIN AÐ STIMPLA MIG ÚT AF LANDSPÍTALA. LJÓSMÓÐIR LEGGUR SKÓNA Á HILLUNA.“

Hilda Friðfinnsdóttir birti mynd á Facebook-síðu sinni og segist eiga engin orð til að lýsa tilfinningum sínum

Auglýsing

Ljósmæður hafa sameinast undir myllumerkjunum áframljósmæður og égstyðljósmæður vegna kjaradeilunnar

Signý Scheving Þórarinsdóttir vann sína seinustu vakt í gær en hún hefur nú lagt skóna á hilluna. Henni er hugsað til allra þeirra verðandi foreldra sem eiga von á barni í sumar og fá ekki þá þjónustu sem þau eigi skilið

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram