Hjúkrunarfræðingar samþykktu verkfallsaðgerðir

Auglýsing

Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga samþykkti verkfallsaðgerðir. Eftir atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um verkfallsboðun sögðu 85,5 prósent já.

Atkvæðagreiðslan náði til hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi félagsins hjá ríkinu. Alls tóku 2.143 þátt í atkvæðagreiðslunni og kosningaþátttaka því 82,2 prósent. Mun því ótímabundið verkfall hefjast á mánudagsmorguninn 22. júní 2020 klukkan átta og standa þar til samkomulag um kjarasamning hefur náðst milli aðila.

Náist ekki að semja fyrir 22. júní fara hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu um land allt í verkfall.

„Við erum að tala um allt landið; allar heilbrigðisstofnanir og þá vinnustaði sem hafa hjúkrunarfræðinga í vinnu á þessum samningi, sem eru þarna undir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við Rúv

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram