Marsþjarkurinn gafst loksins upp

Auglýsing

Lokaorðin voru upplýsandi en fyrst og fremst sorgleg:

Hleðslan mín er lág og það er að dimma.

Oppy fór langt fram úr væntingum

Opportunity heitir sex hjóla geimjeppinn sem hefur þjónað okkur jarðarbúum með reglulegri stöðugjöf og gögnum frá rauðu plánetunni síðan 24.janúar 2004. Upprunalega var búist við að hann gæti unnið að jarðfræðirannsóknum í 90 daga og ná að fara yfir einn kílómetra. Þegar uppi var staðið var „Oppy“, eins og hann var kallaður af vinum sínum, meira en 14 ár að safna gögnum og fór yfir 45 kílómetra. Þannig fór hann langt fram úr væntingum skapara sinna.

Skuggamynd Oppy sem hann tók af sjálfum sér. Mynd fengin frá www.Nasa.gov

Var líf á Mars?

Auglýsing

Oppy og „tvíburi“ hans, Spirit sem hætti að virka 2011 eftir 8 kílómetra akstur á plánetunni, kenndu okkur heilmikið um Mars. Við lærðum að Mars var áður blaut, mögulega ábúanleg pláneta. Við sáum áður ókannað landslag plánetunnar með 217.000 myndum auk þess sem ógrynni af steinum og steindum voru skoðaðar, burstaðar og greindar.

Sjá einnig: Nýja myndbandið frá NASA

Hann dvelur nú í „Þrautseigjudal“

Stjórnstöð NASA hefur nú gefist upp á að ná sambandi við þjarkinn eftir að hafa misst það í júní á seinasta ári. Mikill rykstormur geisaði í „Þrausegjudal“ (e. persistence valley) þar sem þjarkurinn ráfaði um og vonir stóðu um að þegar storminn lægði þá myndi jeppinn ræsa sig aftur í gegnum sólarhleðslu. Allt kom fyrir ekki. Við stöndum í þakkarskuld við þekkingarauka þjarksins og vonandi gerir sagan honum góð skil.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram