Mikil eftirspurn eftir nýrri íslenskri jurtamjólk: Heiða seldist upp á þremur dögum

Auglýsing

Ný íslensk jurtamjólk hefur slegið í gegn síðan hún kom í búðir síðastliðinn föstudag. Mikil eftirspurn er eftir mjólkinni en fyrsta upplag seldist upp á mánudag. Ný sending er á leið í verslanir að því er kemur fram í frétt Mbl.

Fyrirtækið Býlið okkar stendur að framleiðslu mjólkurinnar undir nafninu Heiða en tvær tegundir eru komnar á markað, annars vegar möndlumjólk og hins vegar haframjólk. Síðan eru tvennskonar útgáfur af hvorri tegund, með sætu og ekki með sætu.

„Það er ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki í dag sem snýr að því að minnka neyslu á afurðum úr dýraríkinu og sáum þarna ákveðið gat á markaðnum sem okkur langaði að fylla í,“ sagði Guðni Þór Sigurjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Mbl.

Íslenska jurtamjólkin er þar að auki með minna kolefnisspor og betra bragð en sú sem er flutt langan veg til landsins að sögn Guðna. Fyrirtækið flytur aðeins inn þykkni af höfrum og möndlum en notar íslensk vatn í framleiðslunni.

Auglýsing

Fleiri afurðir úr höfrum og möndlum gætu verið væntanlegar en Guðni segir fyrirtækið vera á fullu í þróun allskonar tegundum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram