Auglýsing

Miley Cyrus segist ekki vilja eignast börn vegna loftslagsvandamála.

Söng- og leikkonan Miley Cyrus ræddi um frægðina, Hannah Montana, barnseignir og fleira í nýju viðtali við tímaritið ELLE. Miley er nú nýgift kærasta sínum til margra ára, Liam Hemsworth, og hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Cyrus vildi ekki ræða mikið meira um hjónabandið því samfélagið myndi ekki skilja hvernig það virkar. Hún segist vita að Liam sé sá sem styður hana mest í lífinu en hún hati orðið „wife“ eða „eiginkona“.

Þegar Cyrus var spurð út í barneignir sagðist hún ekki hafa áhuga á að eignast börn, ekki strax að minnsta kosti. Ástæðan sem hún gefur fyrir því er mjög einföld og raunveruleg. Hún vill ekki koma með nýtt líf inn í þann heim sem endist ekki heila lífstíð. Hún segir okkur mannfólkið hafa alltof lengi hugsað illa um plánetuna okkar og að nú sé því ekki rétti tíminn til að fjölga mannfólkinu. Hún sagði: „We’re getting handed a piece-of-s**t planet, and I refuse to hand that down to my child. Until I feel like my kid would live on an earth with fish in the water, I’m not bringing in another person to deal with that“ Eða “ Við höfum fengið í hendurnar plánetu í algjöru f**** og ég neita að gera slíkt hið sama við barnið mitt. Þangað til mér líður eins og barnið mitt geti lifað á plánetu með fisk í vatni, þá er ég ekki að fara að bjóða annarri manneskju upp á þetta líf“.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing