MTV fjallar um Secret Solstice og gefur miða á hátíðina

Auglýsing

Tökulið frá sjónvarpsstöðinni MTV mun mæta til Reykjavíkur í sumar til þess að taka upp efni á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fer fram í Laugardalnum 21. til 23. júní.

Sjá einnig: The Black Eyed Peas, Patti Smith og The Sugarhill Gang á Secret Solstice

Þetta er liður í umfjöllun MTV um tónlistarhátíðir í Evrópu en alls verður fjallað um fimm tónlistarhátíðir víða um álfuna.

Samkvæmt tilkynningu á vef MTV ætla forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar einnig að gefa miða á Secret Solstice, sem og hinar fjórar hátíðirnar sem eru Exit Festival í Serbíu, Isle of MTV á Möltu, Ultra Europe í Króatíu og Sziget Festival í Ungverjalandi. Þrjár fyrstu hátíðirnar eru í júlí en sú síðastnefnda í ágúst.

Auglýsing

Meðal listamanna sem koma fram á Secret Solstice í sumar eru Black Eyed Peas og Rita Ora.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram