Auglýsing

Ökumaður handtekinn í Reykjavík fyrir eitthvað sem allir eiga að vera búnir að græja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum ökumann sem má eiga von á tuttugu þúsund króna sekt fyrir hvert dekk en hann var staðinn að því að keyra á nagladekkjum. Slíkt er óheimilt eftir 14. apríl ár hvert.

Reykjavíkurborg framkvæmdi talningu á hlutfalli negldra dekkja og ónegldra í mars síðastliðnum. Í þeirri talningu kom í ljós að hlutfallið skiptist þannig að 38% ökutækja eru á negldum dekkjum og 62% á öðrum dekkjum. Hlutfallið er einnig aðeins lægra en í síðustu talningu í janúar þegar hlutfallið var 40%.

Annars voru 119 mál skráð í LÖKE-kerfi lögreglunnar frá því klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Málin voru jafn ólík og þau voru mörg en hér fyrir neðan má sjá verkefni lögreglunnar skipt upp eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um fjársvik á veitingastað í hverfi 108, maður fær sér að borð og stingur af frá reikningnum, hann ófundinn

Ökumaður veldur árekstri í hverfi 101 og stingur af, stöðvaður skömmu síðar og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vistuð í fangageymslu

Ökumaður stöðvaður fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi, afgreitt með sekt

Tilkynnt um þjófnað á farsíma í hverfi 105, gerandi ókunnur

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 221, afgreitt á vettvangi

Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 fyrir of hraðan akstur 89/50 afgreitt með sekt

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 221 fyrir að tala í farsíma á handfrjáls búnaðar, afgreitt með sekt

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200, minniháttar skemmdir engin meiðsli á fólki

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 111, afgreitt á vettvangi

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Einn maður handtekinn í hverfi 213 fyrir líkamsárás, hann vistaður í fangageymslu

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing