Páll Óskar selur silfurbílinn og nýr senuþjófur tekur við, má bjóða þér að kaupa bílinn hans Palla?

Auglýsing

Poppkóngurinn Páll Óskar er kominn á nýjan bíl og hefur sett silfurbílinn á sölu. Þetta tilkynnti hann á Facebook. „Jæja, elskurnar. Nú er minn heittelskaði silfurbíll kominn í sölu hjá Toyota. Fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir hann og birtir mynd af nýja bílnum.

Það vakti talsverða athygli fyrir tveimur árum þegar Páll Óskar skipti út bíl sem hann keypti árið 1997. Sá silfraði hefur vakið talsverða athygli, skiljanlega.

En nú segir Páll Óskar að Bláa þruman sé tekin við. „Metal blár Auris Hybrid. Sami bíll, meiri senuþjófur. Eins og eigandinn,“ segir hann léttur á Facebook.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram