Rainn Wilson úr The Office viðstaddur tökur á Ráðherranum

Auglýsing

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem gerði garðinn frægan sem Dwight í bandarísku útgáfu gamanþáttanna The Office,, mun leika í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Wilson var staddur hér á landi í vikunni við upptökur á þáttunum.

Wilson birti myndir af tökuliði þáttanna á Twitter aðgangi sínum. „Þegar þú ert við tökur á íslenskum sjónvarpsþætti á Íslandi virkar tökuliðið mjög, nú, ákaflega íslenskt,“ skrifar hann við myndina.

Í færslunni merkir hann sjónvarpsþáttinn Ráðherrann og leikarann Ólaf Darra sem fer með aðalhlutverkið í þættinum. Þuríður Blær, Aníta Briem og Þorvaldur Davíð fara einnig með hlutverk í þættinum.

Ekkert hefur verið gefið upp um hvaða hlutverk Wilson fer með í þáttunum en hann var viðstaddur tökur í Hallgrímskirkju um síðustu helgi. Ólafur Darri og Wilson hafa áður leikið saman í hákarlamyndinni The Meg.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram