Ricky Gervais borðaði á Bessastöðum: „Undir borðum var rætt um mátt skops og fyndni í samfélaginu“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsetafrúin Eliza Reid buðu breska grínistanum Ricky Gervais og sambýliskonu hans, rithöfundinum Jane Fallon, til hádegisverðar á Bessastöðum í dag.

Sjá einnig: Svona lítur Ricky Gervais út eftir aðeins einn dag á Íslandi, gerir grín að konunni sinni í Reykjavík

Meðal annarra gesta voru einnig uppistandararnir Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir. „Undir borðum var rætt um mátt skops og fyndni í samfélaginu, hugsanleg mörk hins leyfilega eða þolanlega í því sambandi og muninn á góðlátlegu gamni og stríðni eða einelti,“ segir í færslu á vef forsetans.

Gervais kom fram í Hörpu í gær og forsetahjónin mættu á sýninguna. Þau sem mættu á uppistandið tala um að sýningin hafi verið frábær og á Twitter tístu fjölmargir um sýninguna og ágæti hennar. Sjálfur var Ricky ánægður með viðtökurnar. „Þvílíkir áhorfendur í Hörpu. Get ekki beðið eftir að endurtaka leikinn,“ sagði hann á Facebook.

Hann stígur aftur á svið í Hörpu í kvöld. Uppselt er á sýninguna.

Auglýsing

læk

Instagram