Ríkharður III sigurvegari kvöldsins á Grímuverðlaununum – Hlaut sex verðlaun

Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Sýnt var frá hátíðinni sem var hin glæsilegasta, í beinni útsendingu á RÚV. Upp­færsla Borg­ar­leik­húss­ins á Rík­h­arði III. eft­ir William Shakespeare hlaut flest verðlaun, sex tals­ins.

Sjá einnig: Börnin í Matthildi með magnað skemmtiatriði á Grímunni – Sjáðu myndbandið

Sýningin Ríkharðu III var með flestar tilnefningar fyrir kvöldið, átta talsins, og verður að teljast óumdeildur sigurvegari kvöldsins. Sýningin var valin sýning ársins ásamt því að hljóta verðlaun fyrir besta leik­stjóra, leik­ara í aðal­hlut­verki, leik­mynd, bún­inga og lýs­ingu.

Sýningin Súper eftir Jón Gnarr fékk engin verðlaun þrátt fyrir sjö tilnefningar. Hér að neðan má sjá lista yfir verðlaunahafa:

Grímu­verðlaun­in 2019

Sýn­ing árs­ins: Rík­h­arður III

Leik­rit árs­ins: Club Rom­antica

Leik­stjóri árs­ins: Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir fyr­ir Rík­h­arð III

Leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki: Hjört­ur Jó­hann Jóns­son fyr­ir Rík­h­arð III

Leik­kona árs­ins  í aðal­hlut­verki: Sól­veig Guðmunds­dótt­ir fyr­ir Rejúníon

Leik­ari árs­ins  í auka­hlut­verki: Stefán Hall­ur Stef­áns­son fyr­ir Samþykki

Leik­kona árs­ins  í auka­hlut­verki: Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir fyr­ir Matt­hildi

Leik­mynd árs­ins: Ilm­ur Stef­áns­dótt­ir fyr­ir Rík­h­arð III

Bún­ing­ar árs­ins: Fil­ipp­ía I. Elís­dótt­ir fyr­ir Rík­h­arð III

Lýs­ing árs­ins: Björn Berg­steinn Guðmunds­son fyr­ir Rík­h­arð III

Tónlist árs­ins: Daní­el Bjarna­son fyr­ir Brot­h­ers

Hljóðmynd árs­ins: Karl Ol­geirs­son, Aron Þór Arn­ar­son og leik­muna­deild Þjóðleik­húss­ins fyr­ir Ein­ræðis­herr­ann

Söngv­ari árs­ins: Her­dís Anna Jón­as­dótt­ir fyr­ir La Tra­viata

Dans – og sviðshreyf­ing­ar árs­ins: Lee Proud fyr­ir Matt­hildi

Dans­ari árs­ins: Bára Sig­fús­dótt­ir fyr­ir The Lover

Dans­höf­und­ur árs­ins: Bára Sig­fús­dótt­ir fyr­ir The Lover

Útvarps­verk árs­ins: SOL

Sproti árs­ins: Matth­ías Tryggvi Har­alds­son

Barna­sýn­ing árs­ins:  Ronja ræn­ingja­dótt­ir

Heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands:  Þór­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir

Auglýsing

læk

Instagram