Sat fyrir með Kendall Jenner í London: „Eiginlega eins og barbídúkka“

Íslenska fyrirsætan Kristín Lilja Sigurðardóttir sat fyrir með ofurstjörnunni Kendall Jenner í myndatöku fyrir nýja línu frá Adidas Originals. Þetta kemur fram á mbl.is.

Kristín segir í samtali við mbl.is að það hafi verið fyndið að sjá Kendall í persónu því að hún sé alveg eins og á öllum myndunum af henni. „Eiginlega eins og barbídúkka,“ segir Kristín.

Auglýsing

Kristín var ein af níu konum sem sátu fyrir með Jenner sem er andlit nýrrar línu sem Adidas Originals gerir í samstarfi við fatahönnuðinn Oliviu Blanc.

„Þetta var mjög skrítið. Það er alltaf merki­legt þegar maður sér ein­hvern svona þekkt­an. Það var sjúk­lega mikið af ör­ygg­is­vörðum í kring­um hana og í raun­inni bara heilt teymi. Við sögðum bara hæ,“ seg­ir Krist­ín á mbl.is.

Hún segir að Jenner hafi ekki tekið þátt í venjulegum undirbúningi með hinum fyrirsætunum. Hér að neðan má sjá myndir úr myndatökunni.

View this post on Instagram

#PERFECTION ? #kendalljenner @kendalljenner

A post shared by Kendall ? (@kendalljehher) on

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing