Sauðfjárbóndi segir mótmælendur fáfróða: „Fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“

Auglýsing

Dýraverndunarsamtökin Reykjavík Animal Save stóðu í gær fyrir mótmælum fyrir utan sláturhús SS á Selfossi. Mótmælin hafa verið töluvert í umræðunni síðustu daga en eftir að þau voru auglýst boðaði hópur fólks til mótmæla á sama tíma á sama stað. Tilgangur þeirra var að mótmæla mótmælunum Reykjavík Animal Save.

Sjá einnig: Kjötætur ætla að mótmæla mótmælum dýraverndunarsinna við SS með grillveislu

Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra, ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson í fréttatíma Stöðvar 2 í gær. Hann segir mótmælin vera bull og að þau muni ekki ná neinum árangri.

„Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga,“ segir Kristinn við Stöð 2.

Auglýsing

Hann segir að mótmælendur hljóti að vera fáfróðir og spyr sig hvað taki við hjá þessu fólki. Hvort næsta skref verði að banna förgun á blómum eða fiskveiði.

„Ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram