today-is-a-good-day

Saudi Arabia setur ný lög um frelsi kvenna

Í seinustu viku voru ný lög sett í Saudi Arabíu sem gera konum kleift að ferðast og fá vegabréf án þess að þurfa leyfi frá karlmanni. Hefðin hefur verið sú að Saudi Arabískarr konur þurfi að fá leyfi frá sínum „male guardian“ eða karlmanns forráðamanni sínum sem er oftast faðir, eiginmaður eða jafnvel sonur konunnar.

Gömlu reglur og lög Saudi Arabíu hafa fengið mikla gagnrýni á seinustu árum fyrir það að meðhöndla konur á öllum aldri eins og minni máttar eða „börn“. Á seinasta ári var líka í fyrsta skipti þar sem konur fengu löglegan rétt til að taka bílprófið og keyra einar í bíl án karlmanns.

Nýju lögin eru greinilega stórt skref áfram í jafnréttisbaráttu kvenna í Saudi Arabíu.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram