Segir frá heimsókn sinni á typpasafnið í stórskemmtilegri grein: „Mörg þeirra líta út eins og flokkunarhatturinn í Harry Potter”

Auglýsing

Typpasafnið er eitt þekktasta safn Íslands og vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Vefmiðillinn Ladbible er með skemmtilega umfjöllun um safnið á vef sínum í dag.

Greinin ber einfaldlega heitið Á Íslandi er safn sem er algjörlega tileinkað typpum, en í henni segir Daisy Jackson frá heimsókn sinni á safnið.

Á safninu má finna 282 typpi af 93 dýrategundum. Daisy segir að það hafi komið henni á óvart hversu mörg typpin voru ólík mannatyppum.

„Hefur þú einhvern tímann spáð í því hvernig typpið á naggrís lítur út? Þá er þetta staðurinn fyrir þig. Veggirnir eru þaktir með standpínum af öllum stærðum og gerðum. Ég get sagt ykkur það að hvalatyppi eru ekkert eins og þau sem við erum vön á mönnum. Mörg þeirra líta út eins og flokkunarhatturinn úr Harry Potter bókunum eða vopn.”

Auglýsing

Daisy var sérstaklega hrifinn af ævintýrakafla safnsins þar sem hægt er að finna álfatyppi og hafkarlatyppi. Hún var þó ekki alveg viss með íslensku jólasveinana.

„Þú getur fundið typpi af álfum og hafkörlum og eitthvað sem kallast íslensku jóla kallarnir, hvað sem það nú er.”

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á ensku með því að smella hér.

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram