today-is-a-good-day

Sendiherrar sameinast í bróðerni yfir landsleik Svíþjóðar og Englands

Sendiherrar Svíþjóðar og Bretlands á Íslandi ætla að sameinast í bróðerni og horfa á landslið sín keppa á HM á Ingólfstorgi í dag. Fréttablaðið greinir frá.

„Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi.

Michael Nevin, sendiherra Bretlands, tekur í sama streng og segir það senda góð skilaboð að þeir verði saman að horfa á leikinn. Hann vonast enn fremur eftir 2-1 sigri sinna manna en Svíar hafi í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður andstæðingur, þetta verði því jafn leikur en England sigri á endanum.

Sendiherrarnir hittust til þess að skipuleggja viðburðinn í gær og enduðu á fótboltaspili. Þeir vonast til þess að leikurinn í dag verði jafn skemmtilegur

Juholt telur Svíanna geta haldið áfram að koma á óvart og líkir sænska liðinu í ár við það íslenska á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Hann ráðleggur ensku þjóðinni að vanmeta Svíanna ekki frekar en Ísland fyrir tveimur árum.

Sendiráðin hefja fótboltaveisluna klukkan 13 á Ingólfstorgi og ætla að hita upp með tónlist, fótboltaspili og fleiru.

Auglýsing

læk

Instagram