Sjö mikilvægir hlutir sem breytast þegar þú uppfærir í nýjustu útgáfuna af iOS

Auglýsing

Apple sent frá sér nýja uppfærslu á stýrikerfinu iOS og hún kallast einfaldlega iOS 10. Tæki frá Apple sem eiga að ráða við uppfærsluna eru iPhone 5 og nýrri, nýrri útgáfu af iPad. Forbes tók saman hvað felst í þessari nýju uppfærslu.

Þú getur nálgast uppfærsluna með því að fara í Settings > General > Software Update. Hér má sjá þá helsta sem breytist þegar þú uppfærir.

1. svaraðu skilaboðum án þess að opna símann

Með iOS 10 þarf ekki að fara inn í símann til þess að svara skilaboðum, horfa á myndbönd og fleira. Þar spilar 3D snertiskjárinn stóran þátt.

2. það er hægt að eyða öppum sem þú gast ekki eytt áður

Auglýsing

eyda-oppum

Loksins loksins er hægt að eyða öppum frá Apple sem fáir eða enginn notar og voru bara þarna til þess að taka upp pláss. Öpp á borð við Stocks, Compass og ef þú átt ekki Apple Watch þá hefuru ekkert að gera við Watch appið. Engar áhyggjur samt, það er ekki hægt að eyða fyrir slysni öppum eins og Settings, Photos, Clock og nokkrum slíkum.

3. Siri er orðin enn þá snjallari

14375435_10209711022187670_110189390_o-png

Nú getur Siri einnig unnið með öppum. Siri er samt ekki byrjuð að tala íslensku. Því miður.

4. frumlegri leiðir til þess að senda sms

sms-nytt

Nú geturðu sent skemmtilegri sms, teiknað myndir, sent gif. Ýmis öpp geta unnið með Messages appinu. Þar er hægt að leika sér alveg helling, þú þarft bara að fikta.

5. síminn vaknar þegar þú tekur hann upp

vakna

Síminn skynjar það þegar þú tekur hann upp og lýsir skjáinn upp, þar með sérðu skilaboð og annað sem þú gætir hafa misst af.

6. vekjaraklukkan er ekki lengur bara vekjaraklukka

screen-shot-2016-09-13-at-144037png-png

Núna hjálpar síminn þér að halda góðri svefnrútínu og kallast það Bedtime. Síminn vekur þig ekki bara heldur segir þér að fara sofa. Þú getur einnig fylgst með hvernig þú hefur sofið yfir vikuna og ekki halda að síminn fatti ekki þegar þú snúsar.

Viðurkenni, þetta er farið að hljóma eins og mamma manns.

7. fljótlegra að komast inn í símann

fingrafar

Að lokum, ekki er hægt að „Slide to unlock“ lengur en núna vill Apple að þú notir fingrafarið þitt til þess að komast inn í símann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram