Sonja segir frá 18 ára ofbeldissambandi: „Ég var ekki ég, ég var alltaf eins og hann vildi”

Sonja Einarsdóttir segir brot af sögu sinni í myndbandi sem er hluti af herferðinni Þekktu rauðu ljósin. Sonja var í ofbeldissambandi í 18 ár. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Í myndbandinu lýsir Sonja líkamlegu og andlegu ofbeldi sem hún varð fyrir í sambandinu. Hún segir að enginn hafi vitað af ofbeldinu.

„Ég var samt áfram í sambandinu, það er eitthvað þarna, óeðlilegt, en samt hélt ég áfram að vera með honum. Skýringin fyrir því að ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar er bara sú að ég gafst ekki upp.”

Sonja segist ekki enn vera laus við áreitið frá manninum en að í dag sé hún ekki lengur hrædd.

Horfðu á myndbandið

Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband.

Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins.  Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint. Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.

„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.”

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rauðu ljósanna. Einnig er hægt að kynna sér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.

Auglýsing

læk

Instagram