Svaf við stýrið á gatnamótum í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom að sofandi ökumanni í hverfi 105 um klukkan hálf átta í morgun. Hann var grunaður um ölvun við akstur en við leit á manninum fundust ólögleg lyf og var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu.

Þá var annar ökumaður í Kópavogi stöðvaður stuttu síðar og hann einnig grunaður um ölvun við akstur en hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Það var svo rétt fyrir hádegi sem lögreglan stöðvaði þriðja ökumanninn sem var grunaður um ölvun við akstur en sá var sömuleiðis látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Eitthvað var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í dag, flest þeirra í nágrenni Kópavogs. Eitthvað var um eignartjón en sem betur fer voru minniháttar slys á fólki og voru umrædd umferðarslys afgreidd af lögreglu á vettvangi.

Farið varlega í umferðinni, það er komin hálka!

Auglýsing

læk

Instagram