Auglýsing

Þúsundir fylgjast með beinni útsendingu af hækkun varnargarða í Svartsengi

Fjöldi verktaka vinnur nú dag sem dimma nótt að hækkun varnargarða í Svartsengi en eins og Nútíminn hefur greint frá er búist við öðru gosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. Vísindamenn virðast ekki sammála um það hvort næsta gos yrði það síðasta eður ei – einhverjir telja svo vera á meðan aðrir segja að það sé líklegt að þau verði fleiri.

Hvað svo sem því líður þá er mikið undir enda er virkjunin í Svartsengi í mögulegri línu hraunflæðis. Það er það sem íbúar á Suðurnesjum óttast mest enda er um að ræða virkjun sem gegnir lykilhlutverki í bæði raforkuframleiðslu og hitaveitu fyrir Suðurnesin.

Fylgst með í 4K

En eldgos eru spennandi – sérstaklega fyrir þann sem ekki býr á Íslandi og veit ekki hvernig það er að ganga í gegnum slíkar náttúruhamfarir. Það sést best á vinsældum vefmyndavélar sem sendir út í 4K-gæðum á YouTube. Þar er fylgst með byggingu varnargarðanna í beinni útsendingu og er hægt að taka þátt í spjalli þeirra sem eru að horfa á sama tíma. Svo virðist sem að einhver sé að stjórna vefmyndavélinni nánast 24 tíma sólarhringsins því sjónarhorn hennar er ekki bundið við einn stað.

Sá sem stendur fyrir útsendingunni virðist eiga heima í Kanada. Það er að minnsta kosti skráð sem heimilisfang netsjónvarpsstöðvarinnar AfarTV en yfirlýst markmið hennar er að bjóða upp á upplifun sem kemst hvað næst því að vera á staðnum. Það sem þykir einstaklega fallegt við þetta allt saman er að í lýsingu hinnar beinu útsendingar eru upplýsingar um það hvernig hægt er að styrkja íbúa í Grindavík og Landsbjörg.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með útsendingunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing