today-is-a-good-day

Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur með meðferðina sem karlalandsliðs Tyrkja í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðherra Tyrklands hefur látið í ljós óánægju sína með meðferð karlalandsliðs þeirra í fótbolta á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Landsliðsmenn Tyrkja kvörtuðu yfir töfum og þurftu að ganga í gegnum sérstakt vegabréfseftirlit. Þá var tekið viðtal við einn landsliðsmann með uppþvottabursta.

Sjá einnig: Tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta og allt varð brjálað

Á Vísi.is kemur fram að Burak Yilmaz, leikmaður liðsins, hafi greint frá því að starfsmenn Keflavíkuflugvallar hefðu látið landsliðið bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið.

Í kjölfarið tók á móti þeim hópur fjölmiðlafólks, þar á meðal uppþvottaburstaþrjóturinn, sem rétti þvottabursta í andlitið á Emre Belozoglu, fyrirliða tyrkneska liðsins.

Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir þessa meðferð á liðinu óásættanlega út frá diplóma­tísk­um og mann­rétt­inda­leg­um sjón­ar­miðum.

Auglýsing

læk

Instagram