Veitingamaður í Reykjavík veit ekki sitt rjúkandi ráð: „Ég veit ekki hvernig ég fara að því að svara öllum“

„Ég setti inn auglýsingu í gærkvöldi og í dag hafa yfir tvö hundruð manns sótt um hjá mér. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að svara öllum,“ segir eigandi veitingastaðar í Reykjavík sem ræddi við Nútímann. Á undanförnum dögum hefur Nútíminn verið að skoða atvinnumarkaðinn í Reykjavík og þá sérstaklega þann hluta sem tengist þjónustu við ferðamenn hér á landi.

„Nú tekur við vinna að fara í gegnum allar þessar umsóknir. Ég þarf eiginlega bara sérstakan starfsmann í það“

Nú styttist óðum í háannatíma ferðaþjónustunnar en svo virðist sem að mikill fjöldi fólks, sem er af erlendu bergi brotið, sé atvinnulaust eða að minnsta kosti í virkri leit að vinnu. Það er allavega tilfinning eiganda veitingastaðarins sem Nútíminn ræddi við.

Aldrei fundið fyrir þessu áður

„Það kemur hingað fólk á hverjum einasta degi í leit að vinnu og ég hef í raun aldrei fundið fyrir þessu svona rosalega mikið fyrr en bara núna í ár. Ég auglýsti á sama tíma í fyrra og það var ekki nema bara brotabrot sem sótti um,“ segir eigandinn sem veit ekki hvað veldur.

Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun þá lækkaði atvinnuleysi á flestum stöðum á landinu frá febrúar, nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það stóð í stað. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í mars eða 6,5% og lækkaði úr 6,9% frá febrúar. Næst mest var atvinnuleysið 3,8% á höfuðborgarsvæðinu í mars. Atvinnuleysi var einnig 3,8% á landsbyggðinni í mars.

Umsóknir streymdu inn

„Ég notaði Alfreð til þess að auglýsa eftir fólki og ég var varla búinn að birta auglýsinguna þegar fyrstu umsóknirnar byrjuðu að streyma inn – nú tekur við vinna að fara í gegnum allar þessar umsóknir. Ég þarf eiginlega bara sérstakan starfsmann í það,“ segir eigandinn og hlær.

Samkvæmt upplýsingum frá íslenska atvinnuleitarappinu Alfreð eru 1138 störf þar auglýst í dag.

Auglýsing

læk

Instagram