Auglýsing

„Líður eins og ég sé í Svíþjóð – en eitthvað mikið fór úrskeiðis.“

Fréttir

Í gærkvöldi (22. ágúst) birti hinn umdeildi Felix Kjellberg – betur þekktur sem Youtube stjarnan PewDiePie – myndband af heimsókn sinni til Íslands en hann kom hingað til lands síðasta fimmtudag ásamt kærustu sinni Marziu Bisognin (sjá hér fyrir ofan).  

Kjellberg stýrir vinsælustu rás Youtube (tæplega 57 milljónir manna eru áskrifendur að rásinni) en eins og að fjölmiðlar greindu frá í febrúar þá sleit Disney öll tengsl við hann vegna ásakana um gyðingahatur í myndskeiðum hans.

Af myndbandinu að dæma var Kjellberg hinn sáttasti með ferðina og minnti Reykjavík hann helst á Svíþjóð (ca. 01:53).

„Þetta er svo furðulegt; mér líður eins og ég sé í Svíþjóð – en eitthvað mikið fór úrskeiðis … ég er að grínast. Þetta er mjög fínt. Ég er virkilega ánægður með þetta. Mér finnst eins og ég sé kominn heim.“

– PewDiePie

Einnig rakst Kjellberg á sérstaklega ómannblendinn kött (ca. 04:46): „Guð minn góður, þessi köttur er skelfilegur.“

Þess má einnig geta að Marzia Bisognin, kærasta Kjellberg, birti einnig myndband af ferðinni (sjá hér fyrir neðan). Samtals hafa tæplega þrjár milljónir manna horft á myndböndin tvö.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing