Verbúðin tilnefnd til Prix Europa

Þáttaröðin Verbúðin er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa í flokki leikins sjónvarpsefnis. 

Ófærð vann þessi sömu verðlaun 2016. Áður hafa sjónvarpsþáttaraðirnar Ráðherrann, Flateyjargátan og Fangar verið tilnefnd til verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis.

Sagan í Verbúðinni er sögð út frá venjulega fólku sem tók af skarið og komst í álnir. Mörgum ímyndum úr íslenskri poppmenningu níunda áratugarins bregður fyrir í þáttunum, til að mynda verður atriði úr spjallþætti Hemma Gunn sett á svið sem mun örugglega hræra í þeim sem eru hallir undir fortíðarþrá.

Verðlaunin verða afhent í Berlín í Þýskalandi í október næstkomandi.

 

Auglýsing

læk

Instagram