Vilja færa Secret Solstice á Klambratún

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice vilja halda hátíðina á Klambratúni í sumar. Hátíðin hefur frá upphafi verið haldin í Laugardal en það er rekstrarlega óhagkvæmt, meðal annars vegna viðkvæmra svæða þar. Þetta kemur fram á mbl.is.

Vitnað er í bréf Katrínar Ólafsson, framkvæmdastjóra rekstrarfélags hátíðarinnar, til borgarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að spennandi þróun hafi farið af stað á árinu 2017 og að töluverðu fjármagni hafi verið varið í að teikna upp hátíðarsvæði á Klambratúni í nánu samstarfi við starfsfólk borgarinnar. „Allar teikningar og skipulag sé tilbúið í þeim efnum. Ekki hafi hins vegar orðið af því að flytja hátíðina þangað vegna framkvæmda á Miklubraut. Það svæði myndi henta betur en Laugardalurinn,“ segir í frétt mbl.is.

Þar kemur einnig fram að aðstandendur Secret Solstice myndu vilju halda úti starfsemi allt næsta sumar með fjölbreyttum viðburðum enda sé dýrt að setja hátíð eins og Secret Solstice upp fyrir þrjá til fjóra daga og taka hana svo aftur niður.

Auglýsing

læk

Instagram