Robert Plant söng Immigrant Song í fyrsta skipti í 23 ár á Secret Solstice

Auglýsing

Söngvarinn Robert Plant sá um eitt aðalatriði Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar í ár. Robert Plant sem er þekktastur fyrir það að vera söngvari Led Zeppelin söng eitt af vinsælustu lögum sveitarinnar í Laugardal. Þetta var lagið Immigrant Song en Plant hefur ekki sungið lagið á tónleikum í 23 ár.

Lagið er með sterka tengingu við Ísland en Plant samdi það eftir heimsókn hingað til lands árið 1970. Plant söng lagið síðast 9. febrúar árið 1996 þegar hann var á tónleikaferðalagi með Jimmy Page, gítarleikara Led Zeppelin.

„Við fórum til Íslands og hugsuðum um víkinga og stór skip og bang, þarna var það – Immigrant Song,“ sagði Plant um lagið á sínum tíma. Lagið var í aðalhlutverki á plötunni Led Zeppelin III.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá Plant taka Immigrant Song á Secret Solstice fyrr í sumar. Myndbandið hefur vakið verðskuldaða athygli en yfir 200 þúsund manns hafa horft á það á Youtube.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Instagram