Vill breyta fæðingardegi sínum til að eiga meiri möguleika á Tinder: „Í góðum málum ef ég væri 49 ára með mitt andlit“

Hollenskur karlmaður á eftirlaunaaldri hefur höfðað mál til að fá að skrá sig tuttugu árum yngri en hann er. Hann telur að breyttur aldur muni auðvelda honum á mörgum sviðum í lífinu, þar á meðal muni hann eiga meiri möguleika á stefnumótamarkaðnum.

Emile Ratelband er fæddur 11. mars árið 1949 en hann vill breyta fæðingardegi sínum í 11. mars 1969. Í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf segir hann að fyrst það sé hægt að breyta nafni sínu og kyni nú til dags ætti einnig að vera hægt að breyta aldrinum.

Hann segir að fái hann að verða 49 ára muni hann geta keypt sér nýtt hús og farið aftur á vinnumarkaðinn. Svo segir hann að það muni hjálpa honum á Tinder.

„Þegar ég er á Tinder og segi að ég sé 69 ára fæ ég aldrei svar. Ég væri í góðum málum ef ég væri 49 ára gamall með mitt andlit,“ segir hann. Hann segir að læknar hafi sagt honum að líkamlegt ástand hans sé á við 45 ára gamlan mann

Auglýsing

læk

Instagram