Netflix birtir stiklu úr nýrri heimildarmynd um Beyoncé: „Homecoming“

Fréttir

Í gær (8. apríl) birti streymiveitan Netflix stiklu úr heimildarmyndinni Homecoming á Youtube-síðu sinni (sjá hér að ofan). 

Í heimildarmyndinni eru tónleikar bandarísku söngkonunnar Beyoncé á Coachella tónlistarhátíðinni í fyrra til umfjöllunar. Tónleikarnir eru stundum kallaðir Beychella í ljósi þeirrar staðreyndar að þetta var í fyrsta sinn í sögunni þar sem þeldökk tónlistarkona var aðalnúmer hátíðarinnar—og eru flestir sammála því að Beyoncé hafi stolið senunni; söngkonan flutti 25 lög og var með 100-manna teymi með sér á sviði—bæði tónlistarfólk og dansara. Þá kom rapparinn, og eiginmaður Beyoncé, Jay-Z einnig við sögu á tónleikunum. 

Þess má geta að röddin sem heyrist í  stiklunni er rödd bandaríska ljóðskáldsins Maya Angelou (um er að ræða brot úr viðtali).

Nánar: https://www.npr.org/2019/04/08/711044829/a-behind-the-scenes-look-at-beyonc-s-historic-coachella-set-is-coming-to-netflix

Homecoming verður frumsýnd á Netflix næstkomandi 17. apríl. 

Auglýsing

læk

Instagram