Auglýsing

Yfir tugur brota á útsölureglum til rannsóknar hjá Neytendastofu

Neytendastofu hafa borist 21 ábending um hugsanleg brot gegn útsölureglum í tengslum við svartan föstudag og rafrænan mánudag. Þetta staðfestir Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu.

„Greiningarvinna stendur eftir og því er á þessu stigi ekki hægt að veita nánari upplýsingar eða upplýsa um í hversu mörgum tilvikum er tilefni til aðgerða af hálfu Neytendastofu,“ segir Matthildur í samtali við Nútímann.

Við á Nútímanum munum áfram fylgjast með þessari rannsókn Neytendastofu og greina í kjölfarið frá því hvaða fyrirtæki það voru sem svindluðu á neytendum þegar niðurstaðan liggur fyrir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing