today-is-a-good-day

Ofnbakað blómkálshöfuð með hvítlauk, papriku og timjan

Hráefni:

  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1 tsk ferskt timjan saxað niður
  • ólívuolía
  • 1 sítróna
  • 1 stórt blómkálshöfuð
  • 4 msk þurrt sherry
  •  1 dós tómatar
  • 40 g möndluflögur
  • fersk steinselja, flatlaufa

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður.

2. Merjið saman hvítlaukinn, papriku og 1/2 tsk timjan ásamt 2 msk af ólívuolíu, þar til úr verður einskonar mauk.

3. Rífið næst börkinn af sítrónunni niður með litlu rifjárni í skál og leggið til hliðar.

4. Hreinsið blómkálshöfuðið, takið laufin neðan af því og snyrtið það til. Nuddið næst hvítlauks-maukinu yfir blómkálið og leggið það í eldfast mót. Skvettið sherry yfir það ásamt sítrónusafa.

5. Leggið álpappír yfir og bakið þetta í ofninum í um 1 klukkutíma og 15 mín. Þegar um 15 mín eru eftir af eldunartímanum er álpappírinn fjarlægður.

6. Takið þetta úr ofninum og hellið hökkuðu tómötunum meðfram blómkálinu ásamt rifna sítrónuberkinum og 1/2 tsk timjan. Setjið það næst inn í ofninn aftur í um 10 mín.

7. Á meðan eru möndluflögurnar þurr-ristaðar á pönnu þar til þær verða fallega gylltar.

8. Takið blómkálið úr ofninum, dreifið möndlunum yfir það ásamt smá ólívuolíu og saxaðri steinselju.

Auglýsing

læk

Instagram