Ó nei! Karlmenn með AFLITAÐ hár verða í tísku í vetur! – Myndir

Auglýsing

Sumir muna eftir lokum tíunda áratugsins þegar annar hver íslenskur karlmaður var með aflitað hár. Þessi stíll var kenndur við Selfoss, FM957 og heimasíðuna Kallarnir.is sem var vinsælasta blöggsíða landsins.

Egill Gillz í Kallarnir.is með aflitað hár í kringum aldamótin.

Það er óhætt að segja að íslenskar konur hafi fengið algjört ógeð á aflituðu hári svo þessi tíska hefur legið í dvala síðustu 15 árin. Síðustu 2 ár hafa einstaka karlmenn aflitað hárið svo sem MC Gauti – en þetta hefur ekki komist í tísku fyrr en nú í haust.


Justin Timberlake árið 1999 með aflitað hár.

Auglýsing

Samkvæmt helstu tískusérfræðingum heims þá munu karlmenn láta skeggið fjúka í vetur sem gæti glatt kvenþjóðina.

Hins vegar er aflitað hár að detta inn sem vinsælasta hárgreiðslan hjá karlmönnum. Þeir sem hafa rutt veginn og komið þessu tískufyrirbrigði aftur á kortið eru t.d. Ryan Gosling, Justin Bieber, Adam Levine, Jaret Leto og Brad Pitt.

Samkvæmt heimildum Menn.is frá hárgreiðslustofum hefur aflitun hjá karlmönnum aukist gríðarlega frá því í haust en þetta er rétt að byrja að þeirra mati.

Þá verður skrítið að sjá skegglausa menn með aflitað hár í vetur en svona er tískan segja sérfræðingarnir.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram