today-is-a-good-day

Risaeðlur á toppnum

Spennumyndin Jurassic World: Dominion, sem frumsýnd var fyrir helgi hér á landi og víða um heim, stefnir í tekjur samtals upp á 386 milljónir Bandaríkjadala af sýningum á heimsvísu þessa helgina, eða rúmlega 51 milljarð íslenskra króna. Kostnaðurinn við gerð myndarinnar var 185 milljónir dala.

Í Dominion koma saman á ný, stjörnurnar úr upprunalegu Jurassic Park myndinni frá árinu 1993, þau Sam Neill, Laura Dern og Jeff Goldblum. Jurassic World Dominion er sjötta myndin í seríunni.

Colin Trevorrow leikstýrir myndinni. Neill fer með hlutverk Alan Grant, Dern fer með hlutverk Ellie Sattler og Goldblum er hinn mjúkmáli stærðfræðingur Ian Malcolm. Þá fara þau Chris Pratt og Bryce Dallas Howard með hlutverk, en þau hafa verið í aðalhlutverki í seríunni síðan í Jurassic World frá árinu 2015.

 

Auglýsing

læk

Instagram