Bumblebee er ein besta Transformer myndin sem komið hefur út – Leitað aftur til upprunans!

Í kvikmyndahús er komin hin bráðskemmtilega Transformers mynd Bumblebee.

Sagan segir upprunasögu vélmennisins Bumblebees. Hin átján ára gamla Charlie Watson er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Peningar fyrir honum eru hins vegar af skornum skammti og því hrósar hún happi þegar henni tekst að nurla saman fyrir gamalli Volkswagen-bjöllu sem hún finnur í bílakirkjugarði og er eins og fyrir einhverja töfra enn gangfær. Staðráðin í að gera bílinn upp eftir bestu getu fer Charlie með bjölluna heim í bílskúr foreldra sinna þar sem hún á eftir að uppgötva sér til mikillar undrunar að þessi bíll er langt frá því að vera eins og aðrir bílar. Í raun er þetta vélmennið Bumblebee sem er í felum og á flótta, bæði undan sérsveitarmönnum svo og öðrum vélmennum utan úr geimnum.

Myndin fær góða dóma – og er meðal annars með 93% á Rottentomatoes og þar segir í einni umsögn að myndin sé einfaldara – og snúist um það sem Transformers eigi að snúast um!

Hægt er að finna miða HÉR!

 

Auglýsing

læk

Instagram