Ert þú hrædd/-ur við flugvélar og þá sérstaklega flugslys? – Þá er þetta EKKI frétt fyrir þig – MYNDBAND

Farþegar sem flugu frá Ankara til sjávarborgarinnar Trabzon í Tyrklandi upplifðu verstu martröð sína þegar lendingin klikkaði. Pegasus Airlines Boeing 737-800 flugvélin skaust út af flugbrautininni, alveg út á klettabrún, og stoppaði rétt áður en hún lenti í Svartahafinu.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir greinilega hversu óttaslegnir farþegarnir voru þegar að slysið átti sér stað og aðkomuna að fluginu í kjölfarið:

Eina ástæða þess að flugvélin fór ekki fram af klettinum var sú að hjólin á vélinni festust í leðjunni á klettabrúninni.

Sem betur fer þá slasaðist enginn alvarlega og við getum huggað okkur við það að allt þetta fólk komst heim til ástvina sinna þennan dag. En tilhugsunin um að svona geti gerst, og hversu stutt þau voru frá því að enda í sjónum, situr allavegana svolítið í manni.

Auglýsing

læk

Instagram